Þá er þessi dagur að kveldi kominn en það er svo bjart að maður getur bara ekki farið í rúmið enda vita flestir sem þekkja mig að ég færi aldrei að sofa klukkan 22:00. En nú var ég að koma af leikæfingu og er bara farin að finna mig svolítið í frú Lovísu :o) en svo kemur í ljós hvernig þetta tekst til.
Ég rak augun í bækurnar á náttborðinu og hugsaði með mér að það væri kominn tími til að endurnýja listann enda löngu komnar nýjar bækur, já komnar og farnar. Ég var eitthvað svo andlaus um daginn þegar ég fór á safnið enda deyja hugmyndir mínar að meistaraprófsritgerð jafnharðan og þær fæðast. Mig fýsti greinilega samt í einhvern fróðleik og tók bókina "Náttúrulækningar heimilisins" og spurnining hvort maður fari ekki bara að sjóða saman jurtir til að hafa eitthvað fyrir stafni. Svo til að efla þekkingu mína og dóttur minnar á myndlist tók ég bókina "Skoðum myndlist" og að lokum afþreyingu "Á undan sinni samtíð" eftir Ellert B. Schram. Svo nú vitið það.
Ég hef gaman af því að flakka um vefinn og lesa greinar eftir fólk, jafnt unga sem aldna, og rakst ég á þessa ágætu grein efitir Guðrúnu Jónsdóttur sem er á lista vinstri grænna í suðurlandskjördæmi. Það er hollt fyrir alla að lesa þessa grein því hún minnir okkur á hve upptekin við erum af veraldlgum gæðum og gleymum því mikilvægasta. Við gleymum nefnilega í hita leiksins að hugsa um okkar nánustu, að annast þá sem okkur þykir vænst um.
Endilega lesið greinina
http://www.eyjafrettir.is
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli