miðvikudagur, 30. maí 2007

Á ferð og flugi

Það er brjálað að gera þessa dagana eins og sést á uppfærslum þessarar síðu, sem sagt ekkert að gerast hér en nú verður vonandi bót á því.
Ég hef verið að vinna með leikklúbbnum Kröflu og settum við upp sýninguna Hernám í Hrísey. Það er frásögu færandi að um 170 manns hafa sótt sýninguna sem er nokkuð gott í 170 manna samfélagi eins og Hrísey er. En allavega þá var ég að leika hana frú Lovísu og gekk þolanlega í sýningunum að ég held. En nú er aðeins ein sýning eftir svo að þeir sem vilja sjá frú Lovísu verða að skella sér í leikhús á föstudaginn klukkan 20:30.
Það er mikið um að vera hjá okkur fjölskyldunni. Við höfum ákveðið að flytjast til Akureyrar nú í sumar og yfirgefa okkar ágætu eyju. Dömurnar voru að ljúka skólanum í dag en það voru skólaslit í grunnskólanum í Hrísey. Guðný var að ljúka grunnskólanámi og Eygló var að ljúka skólanámi í Hrísey, allir að ljúka einhverju :o) Við höfum fest hendur á raðhúsi á Akureyri og atvinnumálin eru í vinnslu. Það kemur því í ljós á næstu dögum hvernig þetta verður allt saman hjá okkur.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá þetta kona, þá meina ég bloggið ekki að þið séuð að flytja. En ég var líka að ljúka umsókninni minni þessari sem tók heilan mánuð að gera þú veist. Sjáumst á morgun og sé þig annað kvöld frú Lovísa......

Limar

Nafnlaus sagði...

Já það er mikið að gerast hjá litla bróður.... maður bara veit ekki hvernig maður á að snúa sér..... en bara til hamingju með allt, vildi bara segja þér að óli er byrjaður í leikskólanum og þetta gengur fínt hjá honum, mömmu hans finnst hann að vísu pínu einræn en hann er víst bara líkur pabba sínum. Svona eru bara bakkabræður. En bara til hamingju með allt húsið frú lovísu og bara farið að koma í heimsókn, því ekki kem ég norður í norðan átt sorry það verður bara að lagast veðrið þarna hjá þér til að maður fari að hreyfa sig. en svona er þetta bara
kveðja
Húsmóðir í Hafnarfirði