Þá er júní genginn í garð og sjómanadagurinn liðinn. Það þótti fréttnæmt að ekki yrði haldið upp á sjómannadag á Akureyri en þeir hafa gleymt að við í Hrísey erum Akureyri því hér fór fram skemmtun á laugardeginum, kaffihlaðborð og stórdansleikur í Sæborg um kvöldið, skemmtilegt það. En já hér er blessuð blíðan svo húsmóðirin í Hafnarfirði getur farið að koma norður í land enda spáir sunnan átt næstu daga. Mér þótti leitt að hún kæmi ekki til að berja Frú Lovísu augum enda gæti þetta verið fyrstu skref hennar til frægðar í leikslistinni ha ha ha.
En hér er allt að gerast hægt og sígandi, er búin að ráða mig í vinnu og mun byrja í lok ágúst. Guðný er að fara til Danmerkur á morgun í skólaferðalag. Hún var að fá einkunnir úr samræmdu prófunum og gekk þrusu vel, klár eins og mamma sín :o)
En nú ætla ég að hætta þessu röfli og fara að halla mér, svona bráðlega
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Og hvar réðstu þig svo í vinnu fyrir rest???
Kv. Eygló frænka
Ég ákvað að skella mér í Giljahverfið
Kv Drífa
Já Húsmóðirin í Hafnarfirði fór ekki norður, heldur var bara í sveitinni í góðu verði. Mikið stuð og mikið gaman, Já það var mjög slæmt að missa af Frú Lovísu - en þú tekur hana bara fyrir mig eitthvert kveldið. Annar er það rétt að maður verður að fara koma sér norður og hitta alla. Er að fara til Sviss í vikunni, þú kemur í tollinn fljótlega er það ekki . Þarf ekki að fara i IKEA fyrir nýju íbúðina????????'
HH
Skrifa ummæli