Þá er helgin liðin og vinnuvikan að hefjast. Hélt það ætti að vera sól og blíða í dag en það var þoka og blíða í staðinn sem var bara ágætt.
Fékk mér samt dásamlega kvöldgöngu, arkaði gönguleiðina, með kríur sveimandi yfir höfði mér. Ekki mjög skemmtilegt það en ég reyni að láta þær ekki stoppa mig í að ferðast um eyjuna og er að vinna í að ná úr mér þessari fuglafælni sem ég þjáist af. Ég reyni því að líta björtum augum á fugla sem garga og ógna mér með lágflugi :o) Er einhver jákvæðari en þetta í dag.
Ástæða þess að ég arkaði út í kvöld er leti mín að undanförnu og gönguferð sem er framundan en ég ætla að fara í gönguferð með Ferðafélagi Akureyrar á fimmtudagskvöldið (Sumarsólstöður á Kræðufelli) en það mun vera 711 metrar og ætla ég að haska mig upp og veitir því ekki af smá þjálfun áður.
Ég fékk þá flugu í hausinn að fara að arka um eyjar, dali, skóga og fjöll fyrir tveimur árum og reyni að gera eitthvað í því á hverju sumri. Það er ágætt að fara með Ferðafélgögum í slíkar göngur eins og til dæmis þegar ég gekk á Mælifell í Skagafirði því maður getur lent í ógöngum þegar maður fer á eigin vegum eins og við lentum í þegar við fórum Garðsárdalinn og yfir Gönguskarð en við tölum ekki meira um það :o) Við erum allavega hér í dag ekki satt.
Þangað til næst
Kveðja Drífa.
Garðsárdalur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli