mánudagur, 25. júní 2007

Komin niður af Kræðufelli

Vildi bara láta vita að ég er komin niður af Kræðufelli, heil á húfi :o) Skrapp bara í hraunið í bústaðinn á föstudaginn og lá þar í leti um helgina. Gönguferðin var dásamleg, hófst klukkan 21:00 og lauk um klukkan 02:00. Fór til Elfu þar sem einn ískaldur beið ísskápnum og að lokinni hreingerningu á líkama og sál fékk að halla mér þar til klukkan 06:15 en þá þurfti ég að haska mér í föt og koma mér út á sand til að taka ferjuna til vinnu. Stuttur svefn þessa nóttina en ég bætti það upp í hrauninu enda skítakuldi allan laugardaginn svo það var legið í leti, farið í kaffi til Höllu Gríms og fjölskyldu auk þess að renna í Mývatnssveit svona til að eyða deginum. En nú erum við fjölskyldan komin heim í heiðardalinn og segjum bara góða nótt.


Þangið til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: