sunnudagur, 15. júlí 2007

Afmæli dag eftir dag

Ég hef ekki nennt að blogga um helgina enda verið að pakka niður og verið á mannamótum. Það hefur lítið gerst um helgina nema hvað að mikið er um afmæli í kringum mig. Brói átti afmæli þann 12 júlí og auðvitað gleymdi ég að óska honum til hamingju svo ég þurfti að hringja í hann aftur, einum 45 mínútum eftir að ég talaði við hann. Ég man oftast nær ekki afmælisdaga og bið því alla, hér með, að fyrirgefa mér ef ég óska þeim ekki til hamingju með daginn.
Helena og Sveinbjörn buðu okkur í mat á föstudagskvöldið þar sem frúin bauð upp á gómsæta fiskisúpu og hvítvín til að skola henni niður með og svo var malað eitthvað frameftir. Laugardagurinn fór í að pakka niður, skella mér í klippingu og svo var mér boðið í smá heimboð þegar líða tók á kvöldið sem var mjög gaman.

En ég mundi eftir afmæli dótturinnar :o) þann 13. júlí þó svo hún hafi ekki verið heima. Nú er hún orðin 16 ára daman og fer að læra á bíl fljótlega (oh. mæ god)



Mér finnst svo stutt síðan hún Guðný var bara pínu kríli



Hér voru sumar reyndar ekki mjög ánægðar eins og sést.

En til hamingju með daginn Guðný mín með árin 16.




Tíminn líður hratt og hann Ómar minn á afmæli á morgun þann 16. júlí og ég man bara ekki hvað hann er gamall, alveg stolið úr mér :o)


Hann leit allavega einhernveginn svona út þegar hann var ungur. Hann hefur aðeins breyst en ekki svo mjög ..... hahah


Jæja það er best að hætta þessu rugli en Kristín vinkona á afmæli þann 18. júlí og tengdamamma þann 22 svo það er nóg að gera í ömmulum þessa dagana.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara öll til hamingju með þessi afmæli ..... Gleymdi alveg guðnýju - hvernig er hægt að muna þetta allt........
Fæ vonandi punkt fyrir að muna eftir litla bróa..... Kveðja úr góða veðrinu - fer að koma í norðan tíu er þetta ekki þannig hjá ykkur þessa daganna..

HHH úr Hafnarfirði já og skál er með rautt núna