miðvikudagur, 18. júlí 2007

Hátíð í bæ

Jæja nú er komið að hinni árlegu fjölskylduhátíð í Hrísey. Við hjónin erum nú ekki í nefndinni en við höfum tekið að okkur ákveðin verkefni enda mikilvægt að allir séu þátttakendur. Ég mun sjá um óvissuferðina í ár, ásamt mínum ektamanni og tveimur skemmtilegum karakterum hér í Hrísey. Óvissuferðin hefur fest í sessi enda alltaf skemmtilegt að fara á vit ævintýranna. Auglýsingin fyrir óvissuferðina er að finna hér og endilega skellið ykkur með.
Það er gaman að segja frá því að mamma og pabbi komu til okkar í gær og ætla að eyða helginni hér í Hrísey, alltaf gaman að fá hjónakornin í heimsókn en við hittumst allt of sjaldan enda langt að fara frá eyjunni í norðri til eyjunnar í suðri og öfugt.
Nú er að koma að því að ég hætti störfum í leikskólanum í Hrísey :o( og eru aðeins 2 dagar þar til ég þarf að kveðja börnin, það verður erfitt. En ég fer á nýjan vinnustað, Leikskólann Kiðagil, þar sem er fullt af börnum:o) og hlakka ég til að takast á við það verkefni. Við erum farin að pakka á fullu, stilla upp og gera klárt, og ætlum að flatmaga á ströndum spánar í tvær vikur nú á næstunni :o) Ekki leiðinlegt það.
Það er best að ljúka þessu þar sem ég hef ekkert að segja. Ég las reyndar að hann Lúkas væri bar alls ekki látinn, þrátt fyrir minningarathafnir nær og fjær, sem er gott mál. Já það er stundum betra að hafa orðin færri
Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: