miðvikudagur, 4. júlí 2007

Tilfinningar

Ég er svo heppin (að mínu mati ) að vera fædd í hrútsmerkinu og var störnuspáin mín í dag eitthvað á þessa leið:
  • Haltu þig við eigin tilfinningar og skynjun. Leitaðu að þínum sönnu hvötum, markmiðum og áhugamálum sem bæta samskipti þín og gagnkvæma virðingu í sambandi sem tengist þér og mundu að þú hefur fullan rétta á tilfinningum þínum. Tilfinningar eru staðreyndir og er fólk sem borið er í heiminn undir stjörnu hrútsins minnt á þá staðreynd þessa dagana af einhverjum ástæðum.

Það er nú gott að ég hef fullan rétt á öllum þessum tilfinningum sem eru að brjótast um í mér :o) Ég hef nú reyndar ekki á í vanda með að tjá mig um þær í gegnum tíðina eins og þeir sem mig þekkja vita.
Þar sem við fjölskyldan erum á útleið nú fljótlega datt mér í hug að það væri ekki vitlaust að ég fengi mér sundbol eins og þennan til að gleðja augu fólks á sundlaugarbakkanu, þannig gæti ég leitt augu fólks frá frjálslega vöxnum líka mínum eða..... kanski mundi það virka öfugt.
En sökum kulda ákvað ég að skella þessari mynd hér inn. Vissuð þið þetta?

Smellið á myndina




Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Ég sjálf sagði...

Já, fáðu þér endilega svona sundbol!!! :-)

Ég sjálf sagði...

Ég sjálf er nottlega ég :-)
Eygló frænka