Hér er allt að gerast enda ég byrjuð að vinna á Akureyri og Eygló var að byrja í Brekkuskóla. Hún var bara brött eftir fyrsta daginn sem betur fer og vonandi á þetta eftir að ganga eins og í sögu. Það er bara fjör í vinnunni, fullt af börnum og nýju starfsfólki, svo okkur leiðist ekki. Það verður samt gott að flytja svo ég þurfi ekki að vakna sex til vinnu og koma okkur inn á Akureyri. Ég flyt semsagt næstu helgi svo það verður gott að taka upp úr kössunum og koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. Annars er ég að hugsa um að hafa bara bílskúrssölu þar sem dótið hefur verið í nokkrar vikur í kössum og ég er í raun ekkert farin að sakna neins :o)
En best að fara að halla mér svo ég vakni í ferjuna
Þangað til næst
Kveðja DRífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gangi ykkur vel í flutningunum, maður verður svo að fara að renna norður og kíkja á ykkur. Hittumst allavegana í Eyjum í sept.
Kv.BÓB
Góð reynsla af því að taka bara upp það sem vantar - ég er enn með 3 kassa uppi á lofti sem voru í eldhúsinu og sakna bara ekki neins..... Bara góða skemmtun sjáumst fljótlega
kveðja
HHHH
Skrifa ummæli