fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Börn og leikföng

Varð nú að skrifa nokkrar línur fyrir svefninn, er enn í fríi ef einhver er að spá í tímasetningu þessara skrifa og var að undirbúa barnaafmæli sem verður haldið á morgun. Hef semsagt verið að dunda mér við að búa til Svamp Sveinsson í kvöld auk þess að sinna gestum og gangandi. Ég fékk smá löngun til að skrifa nokkrar línur sökum frétta í kvöld.

Fjallað var um afturköllun á leikföngum sem máluð hafa verið með einhverju efni og innihalda segla sem ekki eru vottaðir og eru taldir hættulegir börnum ef ég skil þetta rétt. Fréttamaður spurði eftirlitsfulltrúa okkar Íslendinga um málið: Hvaða afleyðingar getur þetta haft á börnina. Okkar kona svaraði eitthvað á þessa leið " það er mjög hættulegt ef barn hefur borðað mörg stykki en afleyðingarnar eru þær að ristillinn fellur saman og svo fram vegis.......
Það er nú hægt að misskilja þetta en börn borða ekki mörg stykki af leikföngum enda borða þau sem betur fer ekki leikföng heldur sleikja þau eða naga. Hún hefði mátt orða þetta betur blessuð konan því hún er sjálfsagt að tala um þessa tilgreindu segla því ég hef unnið í leikskóla í 10 ár og ekkert leikfang, hvað þá mörg, hefur verið étið í minni leikskólatíð og á vonandi aldrei eftir að verða.

Þangað til næst
Kveðja Drífa.

2 ummæli:

Ég sjálf sagði...

Þetta er svaka flott terta hjá þér :-)
Kv.Eygló frænka

Nafnlaus sagði...

Þakka commentið
Hvernig má annað vera, maður er ekki Gjáari fyrir ekki neitt

Ha ha
Kveðja Drífa