laugardagur, 11. ágúst 2007

Úr sælunni í daglegt amstur

Nú erum við fjölskyldan komin heim frá Spáni og áttum við þar yndislega daga í hita og svita :o) í tvær vikur en nú tekur daglegt amsur við af sæludögum á sundlaugarbakkanum með sangríu og bjór í ermalausum bol. Það var að sjálfsögðu ýmislegt brallað á Spáni, skellt sér í Terramitica, tívolígarðinn, farið í vatnagarðinn, Aqualand, mundomar-dýragarðinn og svo til Altea sem var mjög skemmtilegt. En mestur tími fór samt í sólböð, sjóböð, mat og drykk svo nú þarf að taka á málunum :o) sem er bara gott mál. Flutningar eru nú yfirvofandi svo það þarf að bretta upp ermar og reyna að ganga frá sem mestu næstu viku því mánudaginn 20. ágúst byrja ég að vinna á Akureyri sem verður spennandi.

En ein mynd að lokum fyrir ykkur.


Sumir komust í Spánar - gírinn á fyrsta degi eins og sjá má :o)

Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim
kv. Björg

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim
verst að fá ekkert að hitta ykkur nema hrjótandi.......

Sjáumst vonandi fljótlega
HHHH