Jæja nú er þorrablótið í Hrísey yfirstaðið og lukkaðist það, að mínu mati, bara nokkuð vel. Það er gaman að vinna að samkomum sem þessari og fjör meðan á henni stendur en það er líka gott þegar allt er búið. Held við höfum verið allveg einstaklega heppin með hvað allir í nefndinni náðu vel saman og unnu vel að því að gera kvöldið skemmtilegt. En svona að lokum, ef einhver á skemmtilegar myndir frá blótinu sem eru skýrar og góðar þætti okkur hjónakornunum vænt um ef þið senduð okkur þær. Ástæðan er mynddiskurinn sem við erum að klára að vinna og vantar okkur myndir frá skemmtiatriðunum.
Lífið heldur áfram og þá taka við ný verkefni. Það er nóg að gera í vinnunni hjá okkur Ómari og ekki síður að sinna þeim hátíðum og hefðum sem fylgja þessum vinnustöðum. Nú er árshátíð hjá Byko á laugardaginn og ætlum við skötuhjúin að slá tvær flugur í einu höggi og skella okkur suður á föstudagskvöldið og heimsækja HHH. Guðný verður að vinna í fjallinu og Eygló okkar ætlar að fara til ömmu og afa í Hrísey en það er síðasta heimsóknin í bili því þau hjónakornin eru á leið utan til að sleikja sólina, gott hjá þeim.
Smá pælingar hvað varðar valentínusardaginn en svona ykkur að segja þá héldum við hjónakornin ekki sérstaklega upp á hann. Við ákváðum að halda okkur við íslenskar hefðir og láta bóndadaginn og konudaginn duga. Við vorum samt ekkert leiðinleg hvort við annað, ekki misskilja mig, heldur vorum eins elskuleg hvort við annað og við jafnan erum:o)
En það getur verið erfitt að vera móðir :o) Kíkkið á þetta
Þangað til næst
Kveðja Drífa
7 ummæli:
Nú ertu komin til HHHH - skál fyrir því -
HHHH
Sorry að ég gat ekki sagt bless - þú fórst alveg með mig verð að segja það - hvernig var svo BYKO hátíðin.HHH
Sæl HHHH
Vona að þú hafir ekki verið eftir þig á árshátíðinni :o* Ég náði að fara í keilu, búðarferð og kaupa kjól auk þess að skella mér á árshátíð klukkan 18:00, dugleg stelpa. Árshátíðin var fín og ég skemmti mér bara konunglega
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Hey
Ætluðum við ekki að hittast á föstudeginum?
Ég er bara allt í einu að fatta það, það er ekkert verið að hringja í mann.....
Manni getur nú sárnað :o)
Kv. B
elsku dúllan mín :o)
Kom ekki suður fyrr en klukkan 21:00 og ákvað að skella mér bara til Ellu enda býrð þú út á hjara veraldar, er ekki allt á kafi í snjó hjá þér ennþá? haha. En án gríns þá verðum við að fara að hittast og meðan ég man (var eitthvað annars hugar þegar við heyrðumst þann 4. feb) til hamingju með 35 ára afmælið
Bestu kveðjur Drífa
Er ekki alltaf ófært til Grindavíkur??????
Man nú ekkki hvort sú var raunin þennan dag en ........
HHHHH
Ófært og ekki ófært.....
minn maður fer á milli á hverjum degi, hann hefur bara einu sinni veður veðurtepptur núna í vetur þrátt fyrir leiðindaveður.
Takk fyrir afmæliskveðjuna, nú styttist í þinn dag.
Verður manni kannski boðið í gott afmælispartý :o)
Ég er ákveðin í því að bruna norður með batnandi færð, það er greinilega eina leiðin að hitta á þig.
Kv. B
Skrifa ummæli