Annars heldur lífið áfram sinn vanagang. Í dag er ég 35 ára og 1 dags gömul og líður bara nokkuð vel. Veðrið spillir ekki fyrir en það hefur verið blíðviðri síðustu daga og spáin segir að svo verði áfram. Það er föstudagur á morgun sem segir mér að helgin nálgist. Ætla að fara á ráðstefnu í Háskólanum á laugardag en á sunnudag ætla ég að slaka á heima eða njóta blíðunnar sem Siggi stormur segir að verði áfram.
Var að kíkka á myndbandið við Eurovision lagið okkar, This is my life, og gat ekki annað en brosað út í annað. Ekki frá því að við vinkonurnar höfum leikið svipaðan leik og númerið í myndabandinu nema hvað það var vinsælt að nota pískara með álpappír til að gera þetta svolítið ekta :o)
Og svona að lokum af því ég hef ekkert að segja, stjörnuspáin í dag.
Hrútur: Heimsfriðurinn byrjar á heimilinu. Þú hefur sjaldan verið umburðarlyndari og átt næga ást að gefa. Þannig dýpkarðu samband þitt við ástvini þína og ókunnuga.
Hrútur: Heimsfriðurinn byrjar á heimilinu. Þú hefur sjaldan verið umburðarlyndari og átt næga ást að gefa. Þannig dýpkarðu samband þitt við ástvini þína og ókunnuga.
Spurning hvort saltsteinslampinn sem ég hef átt í einn sólarhring hefur þessi áhrif á mig og fjölskylduna, hver veit?
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Engin ummæli:
Skrifa ummæli