laugardagur, 19. apríl 2008

Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn.....

Skellti mér á ráðstefnu sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í dag "Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn". Fyrirlesarar voru áhugaverðir og eins og heiti ráðstefnunnar gefur til kynna var gert grein fyrir mikilvægi góðra samskipta og tækifæra til tjáningar. Fjallað var um hvernig skólinn getur nýtt samræðuna til aukins náms og betra samfélags og hvaða ávinningur felst í slíkum áherslum.
Málstofurnar voru mismunandi og margar hverjar áhugaverður. Ég sótti málstofu sem fjallaði um hvernig leikskóli á Akranesi fléttar saman tónlistarkennslu og heimspeki. Sigurður Björnsson lektor við KHÍ átti að sjá um málstofuna en forfallaðist sem mér fannst miður en þær stöllur sem sáu um kynninguna stóðu sig ágætlega. Seinni málstofan sem ég sótti var áhugaverð og var það Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sem sá um hana. Hún byggði erindi sitt á kenningum Vygotsky um félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska og kom með skemmtilega sýn á hvernig við getum horft til náms nemenda með frávik. Til hamingju með þetta Elín. Það er nefnilega viðhorf okkar sem kennum börnunum sem skiptir mestu máli. Það að vinna markvisst að því að finna hvað einstaklingurinn getur en ekki horfa stöðugt á frávikið eða það sem hann getur ekki. Byggjum á því sem hver og einn hefur að bera og eflum hann sem námsmann á eigin forsendum. Guð hvað þetta var vel orðað hjá mér :o)
En allavega, HA til hamingju með vel skipulagða og áhugaverða ráðstefnu.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið um daginn.
Átti verulega góðan tíma með "gamla" settinu þínu semsagt foreldrum þínum í TX, þau eru indælir ferðafélagar.
Góðar sumarkveðjur norður
Gleðilegt sumar
kv
Gréta

Nafnlaus sagði...

Sæl Gréta

Gaman að sjá að þú skulir kíkja hingaði inn og takk kærlega fyrir góðar kveðjur. Frétti að Tx ferðin hafi verið frábær, leiðinlegt að hafa ekki getað troðið sér með :o) Annars er allt gott að frétta hér norðan heiða, endilega kíkið við ef þið eruð á ferðinni

Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

Þú kemur bara með næst, væsti ekki um okkur í Tx. Takk fyrir boðið hver veit nema við gerum það, hvar búið þið annars ?
kv
Gréta

Nafnlaus sagði...

See Please Here

Nafnlaus sagði...

Helloooo frænka fyrir norðan...

Til hamingju með systur í dag..
góður dagur fyrir frábæra manneskju...

Kær kveðja til allra
Oddný frænkan í Tx...

Kristín María er í sressi yfir fyrst félagsfræðiprófi í skólanum -einhver góð ráð ef þú manst eftir því???
þiggur allt.. he he

Nafnlaus sagði...

Sæl
Eruð þið ekki komin undan snjó þarna fyrir norðan, ekkert blogg
kv úr Hafnarfirði
Góða Hvítasunnuhelgi
Gréta

Nafnlaus sagði...

Maður hef nú bara ekki undan að lesa - kom hér síðast fyrir mánuði og hvað gerðist...... Sit hér ein uppá Sheraton hoteli í Porto og það er skýjað og hvasst - ekki gott. mig langar heim.... en þetta rauða reddar þessu - en hvernig er það annars er ekki eitthvað farið að vora hjá ykkur
kveðja
HHH nú í Porto