mánudagur, 14. apríl 2008

Í nógu að snúast

Mér var tjáð að apríl væri að verða hálfnaður og ég væri ekki að standi mig í því að blogga. Ég var að vonum mjög hissa hve langt var um liðið frá síðasta bloggi, nei ég segi svona. Málið er að það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá manni og spurning að maður gefi sér meiri tíma til að miðla þeirri reynslu, svo virðist sem einhverjir lesi þetta blaður í mér þó svo commentin séu fá.
Til að gera langa sögu stutta þá fór ég með mínum skemmtilegu fyrrum skólasystrum úr KHÍ í óbyggðaferð um þar síðustu helgi og áttum við yndislegar stundir í Hólaskógi. Það er reyndar skondið að segja frá því að í Hólaskógi er enginn skógur í um 20 km radíus frá skálanum en það á sínar skýringar sem er Heklugos sem ég mun ekki greina frá hér enda löngu fyrir mína tíð. Í þessari skemmtilegu ferð gistum við í frábærum skála sem hefur að geyma allar þær nauðsynjar sem óbyggðarlífið þarfnast nema mat, svefnpoka, klæði og drykkjarföng sem fer reyndar svolítið eftir smekk manna, íslenska vantnið er jú að finna þar efra. Markmiðið með ferðinni var að eiga góðar stundir saman með mat og drykk auk þess að fara í skipulagða fjórhjólaferð með Óbyggðaferðum ehf. Á laugardeginum var farið í 5 tíma ferð um óbyggðir Íslands sem var ekki leiðinlegt og ekki skemmdi afslöppun í saunaklefanum fyrir að ferð lokinni. Ég ráðlegg öllum sem áhuga hafa fyrir náttúru Íslands að kíkja á heimasíðu Óbyggðaferða ehf og kynna sér það sem þeir félagar hafa uppá að bjóða.

En frá Óbyggðum til Hríseyjar en þar áttum ég og yngri dóttir mín frábæra helgi í afslöppun hjá tendaforeldrum mínum sem eiga í dag 40 ára brúðkaupsafmæli, frábær áfangi ekki satt og óska ég þeim innilega til hamingju.4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Drífa
Hún á afmæli í dag

Elsku dúllan mín til hamingju með daginn.
Bestu kveðjur B

Nafnlaus sagði...

Elsku frænkan
Ætlaðist að verða fyrst með keveðjuna -- ennnnnnnnn...

Til hamingju með árin 35 -stór afanginn he he guðð hvað þú ert ung og falleg.... en kem með eitthv sætt í maí -áttu ekki leið í byen --
kær kveðjan og gerðu eitthv skemmtilegt
Kerling í tx xxxxxxxxxxxxxxxx

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið í dag, kæra frænka! °Ü°

Ótrúlegt hvað litlu frænkur manns geta orðið gamlar... hehe!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjurnar. Já ótrúlegt hvað maður er að ná háum aldri en lítur alltaf eins út jafnt utan sem innan

Þangað til næst
Kveðja Drífa