Það er greinilegt að ekki allir eru komnir á fésið og óskaði Kristjana stóra :o) eftir myndum af Kristjönu litlu á þessari ágætu bloggsíðu sem virðist vera að líða undir lok sökum leti eigandans. En auðvitað verð ég við óskinni og skelli hér inn einhverjum myndum. Annars er lífið ósköp viðburðarsnautt hér í Vanabyggðinni nema hvað Kristjana stækkar og stækkar og liggur við að maður sjái mun á henni frá degi til dags. Við ætlum reyndar að skíra um páskana og fáum vonandi góða gesti víðsvegar að til að fylgjst með þessum merka viðburði :o). Guðný var í hálskirtlatöku og hefur því legið í rúminu í um viku, ekki mjög skemmtilegt hvorki fyrir hana né okkur sem yfir henni sitjum :o) Já það er greinilega ekki gott að láta rífa úr sér kirtlana. Eygló er á fullu í fimleikunum og stefnir í tvö mót í apríl mánuði hjá henni, hér heima og svo í R.vík. Ég er á fullu að skrifa rannsóknaráætlun fyrir meistaraprófsritgerðina og stefni á að vera með málstofuna í maí. Ómar er á fullu í Byko og svo er kallinn byrjaður að stunda líkamsrækt, já detti af mér allar dauðar :o)
miðvikudagur, 18. mars 2009
miðvikudagur, 21. janúar 2009
Með lögum skal land byggja...... Vér mótmælum allir
Mótmæli eiga fyllilega rétt á sér en án skemmdarverka og skrílsláta sem einkenndu gærdaginn og fleiri mótmælafundi að mínu mati. Ég verð að segja að ég er ofsalega fegin að ég lærði ekki til lögreglu og sjá þar með um að halda uppi lögum og reglum í landinu heldur ákvað að uppeldi og kennsla ungra barna væri mitt fag. Og viti menn, mörgu hefi ég lent í en egg, skyr og önnur matvæli hef ég ekki enn fengið framan í mig á fundum og vona ég að svo verði aldrei. Ef litið er á matvæla- og grjótkast sem eðlilegan verknað í reiði við ákveðna aðila og til að koma sínum málefnum á framfæri held ég að einhverntíma eigi ég eftir að fá á baukinn ef þessu heldur áfram.
Mótmælum með öðrum aðferðum en drullukasti, sýnum smá þroska og kennum börnunum að slíkar aðferðir eru ekki réttlætanlegar og skila ekki árangri sem skyldi nema upp að vissu marki, og spurning hvort það er endilega til góðs.
Hvað skal gera veit ég ekki en allir vilja nýja ríkisstjórn og þá spyr ég hvaða fólk á að taka við, ekki veit ég það því miður annars myndi ég fús segja það. Það er fullt af færu fólki sem getur tekið við segja raddirnar en enginn segir hver það á að vera og hvernig skuli finna það fólk. Ég veit ekki hvort ég vil fá einhvern Pétur og einhvern Pál til að taka til í ruslakompunni sem fyllst hefur að undanförnu af hinum ýmsu brotamálum sökum stjórnleysis og eftirlitsleysi ríkisvaldsins í garð bankanna. Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og upp koma svik og prettir nær daglega sem tengjast glæpamönnum, ef svo má kalla þessa aðila, í fjármálageiranum og sér ekki fyrir endann á þessu sýnist mér. En hvað skal gera, já ég spyr. hvað skal gera??
Mótmælum með öðrum aðferðum en drullukasti, sýnum smá þroska og kennum börnunum að slíkar aðferðir eru ekki réttlætanlegar og skila ekki árangri sem skyldi nema upp að vissu marki, og spurning hvort það er endilega til góðs.
Hvað skal gera veit ég ekki en allir vilja nýja ríkisstjórn og þá spyr ég hvaða fólk á að taka við, ekki veit ég það því miður annars myndi ég fús segja það. Það er fullt af færu fólki sem getur tekið við segja raddirnar en enginn segir hver það á að vera og hvernig skuli finna það fólk. Ég veit ekki hvort ég vil fá einhvern Pétur og einhvern Pál til að taka til í ruslakompunni sem fyllst hefur að undanförnu af hinum ýmsu brotamálum sökum stjórnleysis og eftirlitsleysi ríkisvaldsins í garð bankanna. Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og upp koma svik og prettir nær daglega sem tengjast glæpamönnum, ef svo má kalla þessa aðila, í fjármálageiranum og sér ekki fyrir endann á þessu sýnist mér. En hvað skal gera, já ég spyr. hvað skal gera??
mánudagur, 19. janúar 2009
Tíminn flýgur hratt....
Það er best að halda áfram að vera dugleg í blogginu svona allavega út janúarmánuð. Ég ákvað að rita hér nokkrar línur meðan Eygló er í skólanum og litla prinsessan sefur. Já það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Ómar fer að vinna á miðvikudaginn en þá er sú stutta orðin tveggja vikna og ég sem hef rétt lokið við að koma henni í heiminn, ja hérna. Nú er kominn tími til að finna dag fyrir skírn og kannski nafn á dömuna því ekki getum við kallað hana prinsessuna það sem eftir er. Reyndar eru nú ótrúlegustu nöfn sem börnum er gefið í dag. Prinsessa Ómarsdóttir gæti nú allveg gengið :o) eða hvað?
þriðjudagur, 13. janúar 2009
Gleðilegt nýtt ár
Þá er kominn tími til að starta bloggárinu 2009 annars eru allir svo uppteknir á Facebook að það kíkja örugglega fáir á bloggsíður í dag. Árið 2009 hófst með því að við fjölskyldan vorum hér heima í Vanabyggðinni og skutum upp örfáum ragettum og kveiktum á stjörnublysum meðan nágranni okkar úr annarri byggð skaut af fullum krafti og leyfði okkur hinum að njóta afrakstursins. Nágrannarnir hér í Vanabyggð 8 skáluðu í kampavíni fyrir nýju ári en ég ákvað að sitja hjá vegna líkamlegs ástands. Þann 3. jan hófst biðin eftir að litíll fjölskyldumeðlimur kæmi í heiminn en biðinni lauk að morgni 7. janúar klukkan 07:52 þegar lítil prinsessa fæddist, tæpir 16. merkur og 52 cm, með dökkt hár og blá augu. Algjör engill.
Lífið hefur því undanfarna daga, eins og ber að skilja, snúist í kringum litlu prinsessuna auk þess sem lífið hefur haldið áfram sinn vanagang með skólagöngu og fimleikaiðkun Eyglóar og prófum hjá Guðný. Ómar er nú heima í fæðingarorlofi í nokkra daga meðan allt er að komast á rétt ról og prinsessan er að venjast okkur og veru sinni utan veggja móður sinnar haha, (þetta var mjög frumlegt). En allavega þá er allt gott að frétta af okkur og hafið það sem allra best á nýja árinu.
Þangað til næst Kveðja Drífa.
Lífið hefur því undanfarna daga, eins og ber að skilja, snúist í kringum litlu prinsessuna auk þess sem lífið hefur haldið áfram sinn vanagang með skólagöngu og fimleikaiðkun Eyglóar og prófum hjá Guðný. Ómar er nú heima í fæðingarorlofi í nokkra daga meðan allt er að komast á rétt ról og prinsessan er að venjast okkur og veru sinni utan veggja móður sinnar haha, (þetta var mjög frumlegt). En allavega þá er allt gott að frétta af okkur og hafið það sem allra best á nýja árinu.
Þangað til næst Kveðja Drífa.
miðvikudagur, 31. desember 2008
Síðasta blogg ársins 2008
Ég ákvað nú að skrifa nokkrar línur í tilefni síðasta dags ársins en viðurkenni að ég hef ekki verið dugleg að halda þessari síðu við.
Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegrar hátíðar og vonandi hafa allir notið jólanna á sinn hátt með sínu sniði. Árið hefur verið erfitt og margir hafa þurft að breyta töluvert lífsvenjum sínum sem var kannski gott að vissu leiti. Við þurfum að skoða viðhorf okkar og lífsgildi og haga okkur eins og fólk. Ég veit að flestir hafa lifað samkvæmt efnum, en við getum gert miklu betur. Við þurfum ekki allt það sem við höfum veitt okkur undanfarin ár, það má margt fara betur hvað það varðar.
Mótmælendur hafa sett svip á árið og unnið hörðum höndum að því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta skoðanir sínar í ljós og fella ríkisstjórnina. Ég veit ekki hvað skal segja um þá fellingu, hver á að taka við?? Varla þeir sem nú eru að eyðileggja tæki og tól stöðvar tvö og hyndra útsendingu Kryddsíldar, ekki vil ég það fólk í stjórn, það eitt er víst. Ég efast um hver er hæfur til að taka við eftir allt sem á undan er gengið. Nú er bara að sjá hvað nýtt ár ber í skauti sér fyrir okkur almúgann því við getum minnst gert í raun þó svo við getum látið í okkur heyra og vonast til að á okkur sé hlustað. Skemmdarverk er ekki rétta leiðin að mínu mati, aldrei, og boðar ekki gott.
Við fjölskyldan höfum haft það þokkalegt um jólin, borðað góðan mat og glatt aðra með gjöfum og þegið kveðjur og gjafir frá vinum og ættingjum. Fjölskyldan er að stækka sem er gleðilegt og vonandi gerist það á allra næstu dögum. Það eru því miklar breytingar í vændum hér í Vanabyggðinni sem vonandi verða til ánægju og yndisauka þrátt fyrir efnahagsástand og stöðu þjóðarinnar á heimsmarkaði. Lífið mun vonandi halda áfram sinn vanagang þar sem skólaganga, íþróttir, atvinna og eðilegt fjölskyldulíf getur gengið óhyndrað.
Nú er ég búin að bulla út í eitt og vil að lokum óska öllum gleðilegs nýss árs og vonandi verður sprengjum við slæmt ástand á brott og vöknum á morgun kát og hress til að takast á við komandi ár. Gangið hægt um gleðinnar dyr og eigið gott kvöld og komandi nýárs nótt.
Kveðja Drífa
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Latasti bloggari á veraldarvefnum?
Ætli ég sé ekki einn latasti bloggari sem tjáir sig á veraldarvefnum eða hvað? Reyndar eru margir latari en ég þó svo það réttlæti ekki leti mína, en hvað um það. Hér er allur snjór að verða farinn og græt ég það ekki. Það er mun auðveldara að ferðast um hér á Akureyri þegar ekki er snjór. Eina sem mér þykir miður er að þegar snjóa leysir þá verður dimmt. En við látum það ekki á okkur fá hér í Vanabyggðinni frekar en annað sem dynur yfir landann heldur kveikjum á kerti og kúrum okkur hér í kotinu.
Svona ykkur að segja þá ætlar hún Kristín Aðalsteinsdóttir að vera leiðsagnarkennarinn minn í meistaraprófsritgerinni og hittumst við einmitt í gær. Ég hef ákveðið viðfangsefni og nú er að leggjast yfir heimildir og rannsóknir sem snúa að viðfangsefninu. Þetta á svo allt eftir að skýrast þegar fram líða stundir, en ekki meira um það í bili enda allt á byrjunarstigi.
Nú er jólahátíðin að nálgast og ég farin að huga að undirbúningi enda gott að vera tímanlega á ferðinni hvað þetta varðar. Annars hef ég setið undanfarin kvöld og prjónað kjól á yngri dömuna og held ég að hann heppnist bara vel, virkilega smekklegur kjóll :o) svona ykkur að segja.
En ef ég horfi út fyrir fjölskylduna þá er ég að verða þokkalega bit á ástandinu sem ríkir í heimi fjármálanna hér á landi og spyr mig hvernig hægt er að ganga svo langt í svikum og prettum. Hvers vegna þarf öll þjóðin að blæða fyrir sukk ákveðinnar prósentu þjóðarinnar. Ég tók ekki þátt í kaupæði þjóðarinnar og ofurfjárfestingum hvorki hér á landi né erlendis. Hlutabréf hef ég aldrei átt og gamblaði því ekki með slíkt, ég á ekki jeppa né tvo bíla, ekki sumarhús á Íslandi né erlendis, ekki fellihýsi, tjaldvagn, húsbíl né gamalt skátatjald. Fataskápurinn minn er eins tómur og hann hefur verið alla mína ævi, þ.e. aðeins flíkur sem ég þarf á að halda hanga þar, flestar keyptar í Hagkaup og sokkarnir í Rúmfó. Það hanga ekki málverk á veggjunum, húsgögnin koma úr öllum áttum og þá helst úr Rúmfó eða frá öðrum heimilum sem hafa endurnýjað búslóðina. Stimplarnir í passanum mínum eru ekki fleiri en tveir á síðustu 6 árum en þeir voru ánægjulegir. Hvers eigum við að gjalda segi ég nú bara. Jú ég asnaðist til að kaupa mér hús með erlendum lánum og..... Já svona er lífið og við borgum bara þegjandi og hljóðalaust okkar himinháu reikninga með bros á vor :o)
Kveðja Drífa
Svona ykkur að segja þá ætlar hún Kristín Aðalsteinsdóttir að vera leiðsagnarkennarinn minn í meistaraprófsritgerinni og hittumst við einmitt í gær. Ég hef ákveðið viðfangsefni og nú er að leggjast yfir heimildir og rannsóknir sem snúa að viðfangsefninu. Þetta á svo allt eftir að skýrast þegar fram líða stundir, en ekki meira um það í bili enda allt á byrjunarstigi.
Nú er jólahátíðin að nálgast og ég farin að huga að undirbúningi enda gott að vera tímanlega á ferðinni hvað þetta varðar. Annars hef ég setið undanfarin kvöld og prjónað kjól á yngri dömuna og held ég að hann heppnist bara vel, virkilega smekklegur kjóll :o) svona ykkur að segja.
En ef ég horfi út fyrir fjölskylduna þá er ég að verða þokkalega bit á ástandinu sem ríkir í heimi fjármálanna hér á landi og spyr mig hvernig hægt er að ganga svo langt í svikum og prettum. Hvers vegna þarf öll þjóðin að blæða fyrir sukk ákveðinnar prósentu þjóðarinnar. Ég tók ekki þátt í kaupæði þjóðarinnar og ofurfjárfestingum hvorki hér á landi né erlendis. Hlutabréf hef ég aldrei átt og gamblaði því ekki með slíkt, ég á ekki jeppa né tvo bíla, ekki sumarhús á Íslandi né erlendis, ekki fellihýsi, tjaldvagn, húsbíl né gamalt skátatjald. Fataskápurinn minn er eins tómur og hann hefur verið alla mína ævi, þ.e. aðeins flíkur sem ég þarf á að halda hanga þar, flestar keyptar í Hagkaup og sokkarnir í Rúmfó. Það hanga ekki málverk á veggjunum, húsgögnin koma úr öllum áttum og þá helst úr Rúmfó eða frá öðrum heimilum sem hafa endurnýjað búslóðina. Stimplarnir í passanum mínum eru ekki fleiri en tveir á síðustu 6 árum en þeir voru ánægjulegir. Hvers eigum við að gjalda segi ég nú bara. Jú ég asnaðist til að kaupa mér hús með erlendum lánum og..... Já svona er lífið og við borgum bara þegjandi og hljóðalaust okkar himinháu reikninga með bros á vor :o)
Til hamingju Obama, hristu nú upp í liðinu.
Þangað til næstKveðja Drífa
mánudagur, 20. október 2008
Kuldaboli bankar á dyr..... brrr....
Já það má segja að vetur konunur hafi sent bola mjög snögglega til okkar, eða þannig. Maður er reyndar ofsalega hiss á hverju ári þegar fyrsti snjórinn fellur og hefur áhrif á færð. Annars finnst mér snjórinn fínn meðan ég þarf ekki mikið að vera á ferðinni akandi enda fer maður bara það nauðsynlegasta þessa dagana.
En frá snjó til ánægjulegra efnis. Ég ætla nú að geta þess hér að hann faðir minn átti afmæli þann 17. október og náð góðum aldri blessaður, Til hamingju með afmælið pabbi. Hún Lilja amma hefði orðið 87 ára sama dag en hún var svo lukkuleg að fá drenginn í afmælisgjöf á sínum tíma, ekki slæm gjöf þar á ferð.
Annars er lítið að gerast hér í Vanabyggðinni nema allir hressir og kátir eins og gengur og gerist. Brjálað að gera hjá Guðný og Aroni í skólanum en líka gaman að vera til. Ég sjálf bíð enn eftir að fá leiðsagnarkennara en það á víst að skýrast á næstu dögum. Hlakka til að fara að gera eitthvað af viti. Hef reyndar setið við prjónaskap að undanförnu og svo jólakortagerð sem er bara skemmtilegt. En nú ætla ég að fara að halla mér og segi bless
þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)