Ég skrapp inn á Mbl.is þegar ég kom heim úr vinnunni og sá þar skondna frétt en jafnframt aðra sem ég veit að hefur ekki fengið ákveðna manneskju til að brosa.
Mús rænir hraðbanka finnst mér frekar skondin frétt en það sem verra er, hún át peningana í stað þess að eyða þeim í vitleysu eins og við hin. Músin náði kannski ekki miklum árangri sem þjófur en ekki heldur þjófurinn á Akureyri sem var nappaður fyrir þjófnað líkt og músin. Við frekari grennslan höfðu bæði músin og þjófurinn komið sér upp hreyðri, músin úr seðlum en þjófurinn úr plöntum, já svona er heimurinn skrítinn.
Ég veit að ein ákveðin kona verður ekki hrifin þegar hún sér auglýsingu um að hætta eigi að framleiða TaB nú á vordögum. Það er spurning um að fólk sem stendur henni nærst fari að safna TaB flöskum, þeim ágæta drykk, svo hún fái notið hans sem lengst.
Þanga til næst
Kveðja Drífa