mánudagur, 26. mars 2007

Komin heim í heiðar dalinn....

Nú erum við fjölskyldan komin heim eftir ágæta borgarferð en það hefði kannski mátt hætta að rigna, þó ekki hefði verð nema í smá stund, þessa 5 daga sem ég dvaldi þar. En það er ekki hægt að panta veður í dag, ekki ennþá, en það verður örugglega hægt í framtíðinni.

Ég skrapp inn á Mbl.is þegar ég kom heim úr vinnunni og sá þar skondna frétt en jafnframt aðra sem ég veit að hefur ekki fengið ákveðna manneskju til að brosa.
Mús rænir hraðbanka finnst mér frekar skondin frétt en það sem verra er, hún át peningana í stað þess að eyða þeim í vitleysu eins og við hin. Músin náði kannski ekki miklum árangri sem þjófur en ekki heldur þjófurinn á Akureyri sem var nappaður fyrir þjófnað líkt og músin. Við frekari grennslan höfðu bæði músin og þjófurinn komið sér upp hreyðri, músin úr seðlum en þjófurinn úr plöntum, já svona er heimurinn skrítinn.
Ég veit að ein ákveðin kona verður ekki hrifin þegar hún sér auglýsingu um að hætta eigi að framleiða TaB nú á vordögum. Það er spurning um að fólk sem stendur henni nærst fari að safna TaB flöskum, þeim ágæta drykk, svo hún fái notið hans sem lengst.
Þanga til næst
Kveðja Drífa

mánudagur, 19. mars 2007

Hann er einn af þessum frægu...

Já svo hún Linda mín heldur að ég fari bara í keilu þegar ég er búin að ákveða að fara í leikhús, hélt hún þekkti mig betur en það :o)

Ég var að þvælast um morgunblaðsvefinn og skrapp inn á stjörnuspeki.is og þar var ýmislegt að finna, sumt merkilegt en flest ekki. Eitt sem hægt er að fá vitneskju um er hvort einhverjir frægir einstaklingar séu fæddir sama dag og maður sjálfur, ekki leiðinlegt að vita það. Ég er fædd á þeim merkisdegi, 16. apríl og beið spennt eftir niðurstöðum en þær voru nú ekki svo miklar því það voru aðeins 4 frægir fæddir þennan dag. Þetta voru niðurstöðurnar:

Einstaklingar fæddir 16. apríl:Ellen Barkin, leikkona, Sea of Love. Björgvin Halldórsson, söngvari. Drífa Þórarinsdóttir, leikkona, Illt til afspurnar. Charlie Chaplin, leikari & leikstjóri.

En þó þetta sé ekki mikill fjöldi þá virðist vera að fólk fætt þann 16. apríl séu mikið hæfileikafólk og þá sérstakleg hvað varðar söng og leik ha ha ha.


Þangað til næst
Kveðja Drífa

sunnudagur, 18. mars 2007

Dreifbýlistúttur í borgarferð

Ákvað að segja nokkur orð svona til að hreyfa við þessari ágætu síðu hjá mér.
Þannig er að ég er að fara með leikskólastjórum Akureyrar og nágrennis í náms og kynnisferð til Reykjavíkur frá miðvikudegi til föstudags. Til að slá 2 flugur í einu höggi var ákveðið að restin af fjölskyldunni kæmi suður á föstudeginum og er ætlunin að eiga ánægjulega helgi saman í höfðuborg okkar ágæta lands.
Þegar þetta var ákveðið fengum við hjónin hugmynd um að skella sér í leikhús t.d. á Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Ronju Ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eða bara einhverja barnasýningu. Þó hugmyndin væri góð þá gekk þetta ekki upp þar sem nærri engar sýningar er að finna fyrir börn á föstudögum og laugardögum í okkar ágætu höfuðborg. Ég trúði þessu nú varla en því miður er þetta veruleikinn, dreifbýlistúttur í borgarferð geta ekki farið í leikhús með börnin nema á sunnudögum klukkan 14:00 eða 17:00 þegar það er komin tími á heimferð hjá flestum helgar-ferðalöngum.
Ótrúlegt en satt.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

þriðjudagur, 13. mars 2007

Tengsl og aftur tengsl

Það er greinilegt að hægt er að finna tengsl á milli hinna ýmsu hluta og ekki hluta. Nú er sagt að tengsl séu á milli streitu og húðvandamála hjá unglingum. Þetta ætti að auðvelda t.d.kennurum og öðrum sem vinna með unglingum að sjá hvort þeir eru haldnir streitu og geta því brugðist strax við vandanum, halló!

Fyrirgefðu vina, ég sé þú ert með bólu á nefinu, er eitthvað að angra þig annað en þessi svakalega bóla.

En svona án gríns, það getur vel verið að það sé gott að vita tengsl á milli húðvandamála og streitu en ég held við vitum flest að streita hefur áhrif á líkamsstarfsemina eins og hún leggur sig og bara spurning hvort sú streita hefur áhrif á húðina, líffæri, eða veldur öðrum vandamálum s.s. svefnleysi, slappleika og hraðari öldrun. En nóg um það. Munið bara að faðmast og þá verður allt miklu betra :o)

En svona að endingu þá endileg kíkið á leikskólasíðuna okkar í Smábæ. Var eitthvað að reyna að breyta og bæta en spurning hvernig þetta endar. Ég er samt róleg yfir þessu og ætla því nú að fara að leggja mig og undirbúa mig fyrir verkefni komandi dags til að koma í veg fyrir frekari streitu.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

sunnudagur, 11. mars 2007

Ekkert að segja

Eitthvað hef ég lítið að segja þessa dagana, einhver lægð yfir mér greinilega eins og landinu öllu. Ég hef verið að dunda mér við að lesa hinar ýmsu bækur þó svo ég hafi gleymt að uppfæra bókina á náttborðinu. Það værin nú samt notalegt ef hún Linda kæmi hér eina kvöldstund og læsi fyrir mig nokkrar blaðsíður....

Ég er nú að lesa " Heima er engu öðru líkt" Mary Higgins Clark. Læt ykkur vita hvernig gengur

Ég fór að ráðum Lindu og fór í gegnum gamlar myndir af mér og fann þessa skemmtilegu mynd sem tekin var af mér á spáni og skellti henni að sjálfsögðu hér á síðuna.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

föstudagur, 9. mars 2007

Mynd fyrir mynd

Ég hef verið að renna í gegnum myndirnar af mér og hef komist að því að engar myndir eru til af mér þar sem ég er venjuleg, hvernig sem það nú er :o)


Þegar ég renndi yfir myndirnar fann ég þessa glæsilegu mynd af okkur Lindu og Alla Bergdal sem var tekin þegar við létum sækja Lilju systir og Jóhönnu í ferjuna og fórum með þær í smá skemmtiferð um eyjuna og þessa fínu mynd af Ómari mínum og Ómari þínum líka.






Þangað til næst

Kveðja Drífa

mánudagur, 5. mars 2007

Að sjá rautt

Ég skrapp um daginn í leikhús og sá Prímadonnurnar í Freyvangsleikhúsinu http://www.freyvangur.net
Þetta var mjög skemmtileg sýning og var mikið hlegið. Ég hvet alla til að kíkka í sveitina á þessa skemmtilegu sýningu og létta lundina í skammdeginu.

Ég hef nú bardúsað ýmislegt síðan þá sem ykkur langar öruggleg ekkert að vita en ég verð að segja ykkur að ég fór í matarboð á laugardaginn og fékk dásamlega steik að hætti Kidda og Báru í Kelahúsi og var ekki svikin frekar en fyrri daginn.

Það eru alltaf einhverjar nýjar rannsóknir í gangi. Nú voru rannsakendur í háskólunum í Rochester og Munich að athuga áhrif rauðs litar á hugræna frammistöðu og komust að því að ef próftakar sjá svo mikið sem rauðum lit bregða fyrir muni það hafa marktæk áhrif á frammistöðu þeirra því þeir tengja litinn við mistök.

Munið það kennarar: Engan rauðan lit á prófum
.....ef þið óskið nemendum ykkar góðs gengis

Munið það nemendur: Ef það er rauður litur á prófinu
..... gæti kennaranum verið sama um ykkur


þangað til næst
Kveðja Drífa