mánudagur, 19. mars 2007

Hann er einn af þessum frægu...

Já svo hún Linda mín heldur að ég fari bara í keilu þegar ég er búin að ákveða að fara í leikhús, hélt hún þekkti mig betur en það :o)

Ég var að þvælast um morgunblaðsvefinn og skrapp inn á stjörnuspeki.is og þar var ýmislegt að finna, sumt merkilegt en flest ekki. Eitt sem hægt er að fá vitneskju um er hvort einhverjir frægir einstaklingar séu fæddir sama dag og maður sjálfur, ekki leiðinlegt að vita það. Ég er fædd á þeim merkisdegi, 16. apríl og beið spennt eftir niðurstöðum en þær voru nú ekki svo miklar því það voru aðeins 4 frægir fæddir þennan dag. Þetta voru niðurstöðurnar:

Einstaklingar fæddir 16. apríl:Ellen Barkin, leikkona, Sea of Love. Björgvin Halldórsson, söngvari. Drífa Þórarinsdóttir, leikkona, Illt til afspurnar. Charlie Chaplin, leikari & leikstjóri.

En þó þetta sé ekki mikill fjöldi þá virðist vera að fólk fætt þann 16. apríl séu mikið hæfileikafólk og þá sérstakleg hvað varðar söng og leik ha ha ha.


Þangað til næst
Kveðja Drífa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú ert enn að vandræðast með þetta leikhús get ég örugglega fengið ormana mína til að skella á einhverri sýningu og gefið ykkur kaffi og með því í leiðinni :)
kv. Björg