þriðjudagur, 13. mars 2007

Tengsl og aftur tengsl

Það er greinilegt að hægt er að finna tengsl á milli hinna ýmsu hluta og ekki hluta. Nú er sagt að tengsl séu á milli streitu og húðvandamála hjá unglingum. Þetta ætti að auðvelda t.d.kennurum og öðrum sem vinna með unglingum að sjá hvort þeir eru haldnir streitu og geta því brugðist strax við vandanum, halló!

Fyrirgefðu vina, ég sé þú ert með bólu á nefinu, er eitthvað að angra þig annað en þessi svakalega bóla.

En svona án gríns, það getur vel verið að það sé gott að vita tengsl á milli húðvandamála og streitu en ég held við vitum flest að streita hefur áhrif á líkamsstarfsemina eins og hún leggur sig og bara spurning hvort sú streita hefur áhrif á húðina, líffæri, eða veldur öðrum vandamálum s.s. svefnleysi, slappleika og hraðari öldrun. En nóg um það. Munið bara að faðmast og þá verður allt miklu betra :o)

En svona að endingu þá endileg kíkið á leikskólasíðuna okkar í Smábæ. Var eitthvað að reyna að breyta og bæta en spurning hvernig þetta endar. Ég er samt róleg yfir þessu og ætla því nú að fara að leggja mig og undirbúa mig fyrir verkefni komandi dags til að koma í veg fyrir frekari streitu.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: