mánudagur, 5. mars 2007

Að sjá rautt

Ég skrapp um daginn í leikhús og sá Prímadonnurnar í Freyvangsleikhúsinu http://www.freyvangur.net
Þetta var mjög skemmtileg sýning og var mikið hlegið. Ég hvet alla til að kíkka í sveitina á þessa skemmtilegu sýningu og létta lundina í skammdeginu.

Ég hef nú bardúsað ýmislegt síðan þá sem ykkur langar öruggleg ekkert að vita en ég verð að segja ykkur að ég fór í matarboð á laugardaginn og fékk dásamlega steik að hætti Kidda og Báru í Kelahúsi og var ekki svikin frekar en fyrri daginn.

Það eru alltaf einhverjar nýjar rannsóknir í gangi. Nú voru rannsakendur í háskólunum í Rochester og Munich að athuga áhrif rauðs litar á hugræna frammistöðu og komust að því að ef próftakar sjá svo mikið sem rauðum lit bregða fyrir muni það hafa marktæk áhrif á frammistöðu þeirra því þeir tengja litinn við mistök.

Munið það kennarar: Engan rauðan lit á prófum
.....ef þið óskið nemendum ykkar góðs gengis

Munið það nemendur: Ef það er rauður litur á prófinu
..... gæti kennaranum verið sama um ykkur


þangað til næst
Kveðja Drífa

4 ummæli:

Ég sjálf sagði...

Sem sé ....engir nemendur í rauðum peysum né heldur rauðar gardínur í skólastofum!!!

Nafnlaus sagði...

Afhverju gat þetta nú ekki verið BLÁTT !!!!
Drífa ertu búin að kíkja á hrisey.net nýlega þinn er alveg að ná þér......
Nafnlaus póstur

Nafnlaus sagði...

Rak augun í bækurnar á náttborðinu, á ég kannski að koma og lesa fyrir þig. Finnst þú svolítið lengi að lesa.

Linda

Nafnlaus sagði...

Hmmmm... Eyðublöðin fyrir HLJÓM-2 skimunina í leikskólanum eru alltaf á rauðum pappír. Kannski ætti að fara að endurskoða þetta aðeins..?
En það er reyndar ástæða fyrir rauða litnum á eyðublöðunum, því það á að vera erfiðara að ljósrita af rauðum pappír - var mér sagt, ég er ekki búin að prófa það! ;o)

Kveðja,
Gunnlaug frænka