miðvikudagur, 2. maí 2007

Spáin nokkuð góð eða hvað

Þegar maður hefur ekkert að gera kíkir maður á stjörnuspá og athugar hvort eitthvað eigi eftir að birta til hjá manni eða hvort eitthvað eigi eftir að gerast. Ég hafði ekkert að gera nú rétt í þessu og spáin í dag segir mér að vinir mínir treysta á að ég hressi þá við. Ég er mjög gefandi við náungann og mikil heppni fylgir mér hvert fótspor næstu daga. Ég bý yfir meðfæddri bjartsýni og framleiði eigið sólskin þegar rignir. (spámaður.is)

Það er naumast!!!

Ég man nú ekki eftir að hafa hresst eitthvað meira upp á fólk í kringum mig í dag heldur en vanalega en ég hef nú reynt að vera örlítið gefandi svona eins og mér er unnt. Ég verð heppin næstu daga segir spáin og best að vera vel vakandi við hvert fótspor en nú skil ég hvers vegna sólin skein kringum mig núna seinnipartinn á meðan allir hinir voru rennandi blautir en samkvæmt spánni er ég farin að framleiða eigið sólskin. Sól sól skín á mig.......

Þangað til næst
Kveðja Drífa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá að þú ert ekki alveg hætt að skrifa. Var eiginlega alveg búin að gefa þig upp á bátinn :)
Það hefur nú aldrei vantað að þú hresstir við fólkið í kringum þig.
Heyri í þér fljótlega
Bestu kveðjur út víkinni góðu suður með sjó