Nú er Hríseyjarhátíðin liðin og ég komin í sumarfrí, jibbý. Eins og börnin eru nú yndislegt þá er nauðsynlegt fyrir alla að komast í sumarfrí, bæði börn og starfsfólk. Það var erfitt að kveðja dúllurnar mínar á föstudaginn en ég á eftir að heimsækja þau áður en ég flyt úr eyjunni.
Hátíðin gekk slysalaust fyrir sig, að mínu viti, og ég var bara ánægði með minn þátt í skemmtuninni. Óvissuferðin gekk vel og flestir sáttir við það sem var í boði, sigling, Mangús og Eyjólfur, Kaldi og Björgvin Franz. Ég plataði hana Eyrúnu sem var í ferðinni til að senda mér myndirnar sínar, endilega kíkkið á þær.
Á sunnudeginum ákvað ég að vera með andlitsmálun sem börnunum þótti ekki leiðinlegt en á spjalli mínu við börnin spurði ég eina stúlku : Ertu í tjaldferðalagi hér í Hrísey? Stúlkan svaraði því neitandi svo ég spurði aftur: Ertu þá að gista hér hjá einhverjum? Nei svaraði stúlkan svo ég ákvað að leiða samræðurnar út á önnur mið þegar stúlkan sagði: ég er sko í fellihýsi!!
Já Drífa mín, tjald er ekki það sama og fellihýsi, come on :o)
Þangað til eftir frí
Kveðja Drífa.
2 ummæli:
hey auðvitað - maður er ekkert í tjaldútilegu ef maður á FELLIHÝSi það er sko allt annað-
kv
HHH
EN annars vil ég bara þakka frábæra helgi í Hrísey þið stóðuð ykkur öll eins og hetjur..
Með von um að hlaðið batterýin vel úti og mætið í bústaðin og svo er að koma sér norður að pakka ekki satt?
HHH
Skrifa ummæli