Náði stórum áfangi í dag þ.e. 35 ára afmælinu mínu, heppin ekki satt. Nú mun kerlan sem sagt vera hálf-fertug eða ætti ég að segja hálf-sjötug, spurning :o)
Þakkir til allra sem sendu mér kveðjur og gjafir í tilefni dagsins, knús og kossar. Það verður ekki leiðinlegt að fara í lúxusgreifynjunudd sem samstarfskonur mínar á Gleym-mér-ei gáfu mér
og leggjast til hvílu með saltsteinslampann sem tengdaforeldrar mínir færðu mér. Það er spurning hvort ég sé farin að líta eitthvað þreytulega út, en eftir þessa frábæru meðferðir mun ég líta út eins og greifynja og sofa eins og engill
Takk fyrir mig
Þangað til næst
Kveðja Drífa
1 ummæli:
Skrifa ummæli