sunnudagur, 18. mars 2007

Dreifbýlistúttur í borgarferð

Ákvað að segja nokkur orð svona til að hreyfa við þessari ágætu síðu hjá mér.
Þannig er að ég er að fara með leikskólastjórum Akureyrar og nágrennis í náms og kynnisferð til Reykjavíkur frá miðvikudegi til föstudags. Til að slá 2 flugur í einu höggi var ákveðið að restin af fjölskyldunni kæmi suður á föstudeginum og er ætlunin að eiga ánægjulega helgi saman í höfðuborg okkar ágæta lands.
Þegar þetta var ákveðið fengum við hjónin hugmynd um að skella sér í leikhús t.d. á Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Ronju Ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eða bara einhverja barnasýningu. Þó hugmyndin væri góð þá gekk þetta ekki upp þar sem nærri engar sýningar er að finna fyrir börn á föstudögum og laugardögum í okkar ágætu höfuðborg. Ég trúði þessu nú varla en því miður er þetta veruleikinn, dreifbýlistúttur í borgarferð geta ekki farið í leikhús með börnin nema á sunnudögum klukkan 14:00 eða 17:00 þegar það er komin tími á heimferð hjá flestum helgar-ferðalöngum.
Ótrúlegt en satt.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vona að þið eigið ánægjulega ferð saman í borg höfuðsins. Skellið ykkur bara í keilu með börnin í staðinn. Það væri ekki leiðinlegt að fá mynd af þér í keilugallanum.....
Sjáumst. Linda

Nafnlaus sagði...

Ég bíð ykkur hér með á leikritið "aldraðir foreldrar að ala upp barn" þetta leikrit er í ganga alla dag hér í stuðlaberginu þannig að þú getur mætt hvenær sem er - það er meira segja rauðvín í hléi.......:)