þriðjudagur, 19. júní 2007

Bleikt skal það vera

Kvenréttindadagurinn er í dag en á þessum degi árið 1915 fengu konur kosningarétt, til hamingju með daginn konur. Sem betur fer hefur margt breyst í áranna rás en það er mikilvægt að minnast þessa atburða svo ungar konur líti ekki á það sem þær hafa sem sjálfsagðan hlut. EN nóg um konu þetta og konu hitt.

Dagurinn hófst með þoku en síðan létti til þegar leið á daginn. Að loknm vinnudegi arkaði ég út að Borgarbrík og truflaði á leiðinni kríur sem voru ekki svo mjög glaðar. Þær fylgdu mér áleiðis en þá tóku mávarnir við og eru þeir mun vinalegri að mínu mati. Það var náttúrlega dásamlegt að arka upp á eyju í þessu geggjaða veðri sem var komið seinni partinn.

Á leið minni hitti ég nokkra ferðamenn á stangli og brostu þeir út að eyrum sem er ekkert skrítið enda alltaf gaman að hitta mig. Hjón gáfu sig á tal við mig við Yggdrasil (listaverkið upp á eyju) og spurðu mig hvað þetta væri eiginlega, það liti út fyrir að hér hafi geimveruru verið á ferð. Ég stoppaði nú við og sagði þeim frá þessu ágæta verki og sagði það hafa vissan tilgang þó svo það líti ekkert svakalega vel út. Það er spurning að það verði sett skýring við þetta járnbrak svo fólk haldi ekki að það eigi á hættu að hitta geimverur bak við einhverja þúfuna.


Þangað til næst
Kveðja Drífa
Yggdrasil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað var hægt að segja þessum ráðviltu ferðamönnum- kanntu virkilega söguna um þetta listaverk - þú verður að fara með mig þara upp og segja mér hana. eg mann bara eftir þessu gey sem var að setja þetta upp og átti ekki neitt

kv
HHH

Nafnlaus sagði...

Sæl HHH

Að sjálfsögðu mundi ég eftir þessu en þetta mun hafa verið sett upp sumarið 1998 og drukkinn slatti af öli þegar þetta var afhjúpað og haldið partý á Snekkjubarnum (Fossinum) að lokinni athöfn. Hugmyndin er að litla greinin (hríslan :o) sem tórír á toppnum festi rætur við jörðu þegar járndraslið brotnar niður. Ef það á einhverntíma eftir að gerast

Þangað til næst
Kveðja Drífa