sunnudagur, 17. júní 2007

Kvennahlaup, sól og sumar

Það ætlar að ganga illa hjá mér að skella inn línum hér reglulega en svona er lífið.

Í dag var blíða hér í Hrísey og því ekki leiðinlegt að skella sér í Kvennahlaupið en það voru ferskar konur sem létu sjá sig og sprettu úr spori svona um 3.5 km sem er bara gott. Það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri en það má segja að það hafi verið fámennt og góðmennt.

Á morgun eða réttara sagt í dag (12:08) er 17. júní og spurning hvað maður gerir í tilefni dagsins. Það verður víst engin hátíð hér í Hrísey, hef allavega ekki séð neitt auglýst því miður, svo maður skellir sér kannski í land til að fagna þessum ágæta degi.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Fór á Brekku á föstudagskvöldið þar sem leikklúbburinn Krafla hittist og slúttaði leiksýningunni með pizzum og sýningu á myndbandinu. Það var náttúrulega skelfing að sjá sig á sviðinu enda röddin í manni svo skemmtileg á svona myndbandi.

Nú er ég farin að huga að því að taka til í skápum og pakka niður, einn kassi á dag kemur skapinu í lag er mottóið hjá mér þessa dagana, enda gott að vera búin með sem mest áður en við förum á Spán í júli.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rakst á síðuna þína frænka. Verð að skila kveðju. Maður fer kannski að koma við hjá þér þegar þú ert flutt upp á land.

Skilaðu kveðju til gamla fólksins í Eyjum.

Kveðja
Erling Ólafsson
erlol@hive.is
erling@namsmat.is

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi

Gaman að heyra frá þér :o) Endilega kíktu við ef þú verður á ferðinni hér norðan heiða

Kv Drífa