mánudagur, 25. júní 2007

Vindsperringur

Það var vindsperringur hér norðan heiða í dag sem var í sjálfu sér ágætt því þá gerði maður eitthvað af viti innan dyra. En burt séð frá húsverkum og öðrum verkjum :o) þá rakst ég á þessa skemmtilegu mynd á síðunni hennar Gunnlaugar frænku.
Það er skemmst að segja frá því að þegar ég sá þessa ,mjög svo skemmtilegu, mynd þá datt mér við hjónin í hug en við erum einmitt á leiðinni utan í júlí.

Búin að hlæja? þá skulum við víkja að öðru.

Það hefur verið lítil hreyfing í bókum á náttborðinu hjá mér en ég viðurkenni reyndar að vera löngu búin að lesa þær bækur sem hér hafa verið skráðar í langan tíma. Ég skellti ágætri bók á náttborðið nú á dögunum reflective teaching eftir Andrew Pollard í þeirri von að hausinn á mér taki við sér hvað varðar lokaritgerð í meistaranáminu, það má alltaf reyna ekki satt
Ég rakst á frétt um mosaeld sem rekja má til sígarettustubbs, sorglegt það. En þar sem hvergi má reykja (og ég dauðfeginn að vera hætt sökum þessa) gæti farið svo að slysum af þessu tagi fjölgi þar sem reykingafólk dvelur nú utandyra mestan hluta frítíma síns til að svala þörf sinni, eitthvað verður undan að láta, eða hvað?
En svona án gríns, drepið í sígarettunum á öruggum stað. Mér finnst alltaf leiðinlegt að sjá lítil, forvitin, börn tína upp sígarettustubba af götunni ojjjjjjj, og svo að lokum þá dettur mér laglína í hug
"af litlum neista verður oft mikið bál".

Þangað til næst
Kveðja Drífa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja ég sé ykkur nú bara´...... gat bara ekki hætt að hlægja. En hér er nú bara geððððððveikt veður loksins. Fór í þvílíkan hjólatúr í gær - fékk sennilega móral þar sem ég sá að þú ert að ganga um alla eyjuna ( það er nú að vísu ekki erfitt) en það er þó afrek, varð nú bara að monta mig en hjólaði 9 km í gærkveldi um Hafnarfjörðinn - ætla núna að taka á því - spurnig um veðmál - fyrir ferðina - hvað segir þu um það - heyrumst
kveðja
HHHHH

Nafnlaus sagði...

Sæl HHHHHH
Það er nú gengið meira en um eyjuna, hér er líka gengið á fjöll. Gönguleiðin út að borgarbrík er um 5km svo hvað eru 9 km á hjóli :o) þarft ekkert að gera þar sem fjörðurinn er gjörsamlega flatur haha. En án gríns þá ertu dugleg stelpa og ég er stolt af þér!! En þetta með veðmálið, held ég sleppi því, held það boði ekki gott.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

Bara láta þig vita þá hjólaði ég 10 km í gær fór héðan og út á velli þ.e. uppá Ásland og þar niður, munaði litlu að ég ældi blóði og Halla dó úr hlátri ...
er að verða ansi góð á hjólinu,,, sjáumst fljótlega það eru bara 8 dagar í SUMARFRÍ sem verður nú 3 vikur hefur bara ekki gerst lengi - maður er alltaf að læra.....
HHHHH