sunnudagur, 4. febrúar 2007

Hver hefur rétt og hver ekki?

Oft er rætt um hundahald á hinum ýmsu stöðum en nú nýlega lenti ég á spjalli um bílahald í Hrísey og vakti athygli mina að viðkomandi aðili talaði um rétt sinn til að eiga bíl. Jú, jú það hafa sjálfsagt allir rétt til að eiga bíl og sumir rétt til að keyra hann um göturnar í Hrísey en ef allir ætla að nýta þennan rétt sinn verður (ef heldur áfram sem horfir) bráðlega einn bill (og jafnvel dráttarvél og snjósleði) við öll hús í Hrísey sem þýðir samkvæmt talningu minni á húsum hér í Hrísey um 100 bílar. En athugið! aðeins ef við vonumst til þess að það verði bara einn bill á heimili en ekki tveir eins og er mjög algengt í öðrum byggðarlögum því þá verða þeir nær 200.

Réttur er eitthvað sem menn telja sig hafa og virðist mörgum vera sama um aðra þegar þeir huga að rétti sínum hvað varðar hin ýmsu málefni. Ég hef jú rétt til að eiga bíl í Hrísey og leggja hér fyrir utan heimili mitt en hvað fylgir þeim rétti mínum að vera bílaeigandi og aka um á bílunum mínum?? Lítum aðeins á rétt minn og því sem honum fylgir:
1. Ég þarf að fara eftir settum umferðarreglum ekki satt??
2. Ég þarf að virða hámarkshraða , umferðaskilti og gangandi vegfarendur
3. Ég þarf að nota bílbelti
4. Ég þarf að setja börnin mín í bílstóla og bílbelti eftir því sem við á
5. Ég þarf að fara með bílinn minn í skoðun
6. Ég þarf að borga tryggingar af bílnum mínum
7. Ég þarf að hafa ökuskírteini
8. Ég má ekki keyra full eða undir áhrifum lyfja
9. Og svo má lengi telja

Þangað til næst
Kveðja Drífa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður punktur - það er spurning um að útrýma bílum úr Hrísey -Það má kannski hafa atvinnutæki til að flytja vörur og þess háttar en fólk getur bara gengið
Og þetta með það að hafa sinn´rétt þá eru þetta góðar pælingar. Menn heima virðast halda að allar umferðarreglur og þá meina ég ALLAR gildi ekki í Hrísey. það væri spurning um að fá Lögregluna næst þegar hún kemur í skólann að halda námskeið fyrir bíleigendur í Hríey
Kveðja
Ella

Nafnlaus sagði...

Innilega sammála síðasta ræðumanni. Við verðum að taka þetta föstum tökum og það strax. Það þarf að fara í miklar aðgerðir ef þetta heldur áfram svona, við þurfum að endurskoða gatnakerfið, setja gangbrautir, ganstéttar og fleira. Við verðum að tryggja öryggi barnanna okkar.

Kveðja
Linda María

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr .....
Ég borgarbarnið er alveg hjartanlega sammála ykkur að koma í Hrísey og sjá fólk skjótast í búðina á bíl hmmmmm fáránlegt.....þar sem að allt er í göngufæri ......auðvitað er sjálfsagt að vera með einhver farartæki til að koma vistum frá bryggju og heim að húsi en að skemma sjarma eyjunar með bílaflota er synd.
Hlakka til að koma næst í Hrísey vonandi nánast bílalausa.
Kveðja úr bílaborginni
Sirrý

Nafnlaus sagði...

Hey setja umferðarljós á Láru brekku, Kidda villa brekku og sólvallagötuna.
Kveðja
Elin