Það er skrítið að fólk spyr mann oft spurninga en vill í raun ekki svar eða eigum við að segja, ekki hvaða svar sem er.
Fólk spyr mann spurninga af ýmsu tagi:
Hvernig líður þér?
Hvernig finnst þér fötin sem ég er í?
Hvernig finnst ykkur hárið á mér?
Hvað finnst þér um kærastann minn?
Þegar fólk er að spyrja spurninga mætti ætla að fólk vildi fá svör eða hvað? Nei, fólk vill ekki endilega fá hreinskilin svör heldur svör sem hentar því. Fólk getur brugðist hið versta við ef maður svarar eftir sinni bestu sannfæringu og segir satt og rétt frá viðhorfi sínu til ákveðinna viðfangsefna.
Dæmi um óvinsæl svör:
Mér líður mjög illa og er búin að vera með niðurgang í allan dag!
Ég myndi frekar fara í fötunum sem þú varst í áðan!
Hárið er helst til stutt að mínu mati, það fer þér betur að vera með síðara!
Svona þér að segja þá finnst mér hann stundum dónalegur!
Svör af þessu tagi er fólk ekki að leita eftir nema það sé sammála þér og þess vegna er spurning hvort maður eigi nokkuð að vera að svara fólki því það gæti vel farið svo að fólk tali ekki við mann aftur til langs tíma þ.e. ef svarið er rangt að þeirra mati.
Skynsamlegt ráð:
Ekki spyrja fólk spurninga sem þú vilt í raun ekki svar við. Svarið gæti nefnilega verið annað en þú væntir.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Halló
Mér datt nú bara í hug ein spurning. Hvernig finnst þér háríð á Drífu á bloggsíðunni?
Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér það alveg frábært og mér finnst það fara henni mjög vel........
Kv Linda María
Takk fyrir þetta Linda. Ég er mjög ánægð með þessa mynd af mér og held að það sé hárið sem gerir gæfumuninn. Ég er nefnilega sjaldan ánægð með myndir af mér
Kveðja Drífa
Ég verð nú að segja að mér finnst þetta bara alls ekki fara þér. Sorry - en það er nú bara ég - væri kannski betra ef þetta væri bara upp í loftið en ekki svona út um allt, Fannst klipping sem þu komst heim með 1998 þarna um vorið fara þér eina best - hef bara ekki séð þig sætari - var það lika ekki eftir veðmálið góða......
kveðja úr Hafnarfirði (skál - fékk mér smá rauðvín þar sem ég er einstæð móðir)
Hvernig er það annars hef verið að reyna ná inn í Norðurveginn - en þar er bara alltaf á tali - er það bloggið........
Skrifa ummæli