Guðný las á pakkana
Þangað til næst
Annars hef ég nú ekki mikið að segja hér á þessu ágæta kvöldi enda búin að vera að dúlla mér hér heima við að gera sem minnst, útbúa smá sætindi til að fara með í vinnu á morgun og leika jólasvein. Jólastressið hefur ekki látið á sér kræla hjá mér sem betur fer, enda borgar sig að vera í Félagi fyrirhyggjusamra húsmæðra, en verð fegin að losna við jólakortin og pakkana af borðinu sem senda á suður. Talandi um pakka þá hef ég gert tvær tilraunir til að skjótast í verslun í síðustu viku eftir tveimur gjöfum. Það hefur ekki gengið nógu vel þar sem ég fyllist óhug við að sjá bílastæðin og fæ nett sjokk þegar ég geng inn í verslanirnar. Fjöldinn allur af fólki flykkist milli rekka með haugana af mat, drykk, gjöfum og bara einhverju sem það finnur og stressið og örvæntingin skín úr andliti þeirra. Blessuð börnin standa á orginu sökum leiðinda og löngunnar í það sem verslanirnar hafa að bjóða, leikföng í miklu magni. Á meðan eru aðrir sem eru léttir á þessu og ganga um verslanirnar en fara nær tómhentir heim sökum þess að þeir ná ekki að fókusera í þessum látum. Ætla að gera eina tilraun annað kvöld til að ljúka þessu og vona að jóla-stress-fólkið verði heima að baka 20 sortir af smákökum svo jólin komi nú örugglega á réttum tíma hjá þeim. Já jólin geta verið erfið fyrir marga og margt sem þörf er að takast á við:
Er ekki málið að skoða stjörnuspá dagsins þegar allt þrýtur. Hrúturinn er náttúrulega skemmtilegt merki enda skemmtilegt fólk þar á ferð. Hver hefur ekki hitt skemmtilegan hrút, bara spyr? Burt séð frá því þá tjá stjörnurnar mér í dag að ég eigi að lifa lífinu en ekki að skrásetja það og því spurning hvort ég þurfi ekki að hætta skrifum hér á veraldarvefinn, ekki það að það hafi farið mikið fyrir mér að undanförnu. Verst að ég skoðaði spána svona seint þar sem mér er sagt að lifa lífinu í kvöld ekki það að ég sé í andaslitrunum en ég hefði getað velt fyrir mér öðrum verkefnum en tölvu-hangsi, síma-mali og þrif-verkum. En ég er allavega að lifa lífinu lifandi þó svo ég fari aðrar leiðir en sumir hvað það varðar.
Eygló, þ.e. tengdamömmu. Þau sem glöddu okkur með söng sínum voru Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar og get ég ekki sagt annað en ég hafi skemmt mér konunglega. Höllin var full af fólki og söngvarar og hljómsveit stóðu sig eins og hetjur að mínu mati, ekki frá því að það hafi vaknað upp smá-örlítil-pinkulítil jólatilfinning :o) þó ég hafi ekki misst mig í jólagjafainnkaupum, bakstri, jólakortagerð né skreytingum í dag heldur fór um mig nettur jóla-hrollur. Ætli ég láti jólaverkin ekki bíða til mánaðarmóta, þar til aðventan byrjar.
mjög nett. Talandi um það þá var mikið gert grín að töskunni minni í vinnunni í morgun þegar ég þurfti að rífa allt upp úr henni til að leita að smáræði. Dömurnar störðu á töskuna og höfðu orð á því hvers konar taska þetta væri eiginlega, hvernig allt þetta drasl kæmist í hana. Hver veit nema rúllan komist fyrir, ég prófa það allavega áður en ég fjárfesti í nýrri tösku :o)
í Kvenfélög (hafa jafvel lagt fram formlega ósk um aðild). Erum við orðin svona upptekin af því að ekki megi aðgreina kynin og sé það gert verði hinu kyninu misboðið og finni til einhverskonar "minnimáttar" tilfinningar. Ég spyr þar sem ég hef ekki fundið þessa hvöt hjá mér, sem konu, að komast í félög sem karlkynið hefur stofnað til og eru einungis ætluð karlmönnum.
ársuppgjör :o) Í ár er ætlunin að sýna fyrirhyggju og ljúka öllum jólaverkum fyrir aðventu og njóta desembermánaðar í botn með kaffihúsaferðum, tónleikum, heimsóknum og án alls jólastress. Gangi mér vel, ætli ég endi ekki eins og þessi þarna

Vona að allar þessar breytingar eigi eftir að gleðja íbúa í Vestmannaeyjum og það eigi allir eftir að verða sáttir á endanum, hvort sem þeir ná fram skólabíl eður ei.
Gangi ykkur allt í haginn
Þangað til næst
Var að lesa Fréttir og sá að fyrsta lundapysjan er komin til byggða. Það var nú gaman í denn þegar maður var allar nætur hlaupandi eftir þessum litlu kvikindum til að henda þeim í sjóinn daginn eftir :o)Svo rakst ég líka á mynd af þeim hjónum Magga Kristins og Lóu á nýju þyrlunni sinni, ekki leiðinlegt það. Ég ætla nú að nefna það við árgangsmóts-nefndina hvort það verði ekki bara samið við Magga um að sækja árgangsmeðlimi til okkars heima á þyrlunni til að auðvelda okkur að koma. Það væri ekki leiðinlegur ferðamáti í stað þess að veltast um með dallinum í þrjá tíma
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Jæja nú er komið að hinni árlegu fjölskylduhátíð í Hrísey. Við hjónin erum nú ekki í nefndinni en við höfum tekið að okkur ákveðin verkefni enda mikilvægt að allir séu þátttakendur. Ég mun sjá um óvissuferðina í ár, ásamt mínum ektamanni og tveimur skemmtilegum karakterum hér í Hrísey. Óvissuferðin hefur fest í sessi enda alltaf skemmtilegt að fara á vit ævintýranna. Auglýsingin fyrir óvissuferðina er að finna hér og endilega skellið ykkur með.
verður erfitt. En ég fer á nýjan vinnustað, Leikskólann Kiðagil, þar sem er fullt af börnum:o) og hlakka ég til að takast á við það verkefni. Við erum farin að pakka á fullu, stilla upp og gera klárt, og ætlum að flatmaga á ströndum spánar í tvær vikur nú á næstunni :o) Ekki leiðinlegt það. En til hamingju með daginn Guðný mín með árin 16.
Það er nú gott að ég hef fullan rétt á öllum þessum tilfinningum sem eru að brjótast um í mér :o) Ég hef nú reyndar ekki á í vanda með að tjá mig um þær í gegnum tíðina eins og þeir sem mig þekkja vita.
Þar sem við fjölskyldan erum á útleið nú fljótlega datt mér í hug að það væri ekki vitlaust að ég fengi mér sundbol eins og þennan til að gleðja augu fólks á sundlaugarbakkanu, þannig gæti ég leitt augu fólks frá frjálslega vöxnum líka mínum eða..... kanski mundi það virka öfugt.
En sökum kulda ákvað ég að skella þessari mynd hér inn. Vissuð þið þetta?
Það var vindsperringur hér norðan heiða í dag sem var í sjálfu sér ágætt því þá gerði maður eitthvað af viti innan dyra. En burt séð frá húsverkum og öðrum verkjum :o) þá rakst ég á þessa skemmtilegu mynd á síðunni hennar Gunnlaugar frænku.
drepið í sígarettunum á öruggum stað. Mér finnst alltaf leiðinlegt að sjá lítil, forvitin, börn tína upp sígarettustubba af götunni ojjjjjjj, og svo að lokum þá dettur mér laglína í hug 




Það er naumast!!!
Ég man nú ekki eftir að hafa hresst eitthvað meira upp á fólk í kringum mig í dag heldur en vanalega en ég hef nú reynt að vera örlítið gefandi svona eins og mér er unnt. Ég verð heppin næstu daga segir spáin og best að vera vel vakandi við hvert fótspor en nú skil ég hvers vegna sólin skein kringum mig núna seinnipartinn á meðan allir hinir voru rennandi blautir en samkvæmt spánni er ég farin að framleiða eigið sólskin. Sól sól skín á mig.......
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Mús rænir hraðbanka finnst mér frekar skondin frétt en það sem verra er, hún át peningana í stað þess að eyða þeim í vitleysu eins og við hin. Músin náði kannski ekki miklum árangri sem þjófur en ekki heldur þjófurinn á Akureyri sem var nappaður fyrir þjófnað líkt og músin. Við frekari grennslan höfðu bæði músin og þjófurinn komið sér upp hreyðri, músin úr seðlum en þjófurinn úr plöntum, já svona er heimurinn skrítinn.
ha ha ha.


